Microsoft word - 5bekkur.doc

Próftafla og lesefni – 5. bekkir
Maí 2007

Sum próf eru á skólatíma og eru hluti af venjulegum skóladegi. Tímasetning
þeirra er breytileg milli bekkja og mun umsjónarkennari hvers bekkjar láta
nemendur vita um tímasetningu þeirra. Sérstakir prófadagar eru 22. – 24.
maí
og eru tvö próf hvorn daginn með stuttu hléi á milli. Kennsla fellur niður
þá daga og nemendur fara heim að loknum prófum.
Dagsetning

Lestur – framsögn
Allir nemendur taka raddlestrarpróf. Þeir nemendur sem náð hafa 200
atkvæðum á mínútu á raddlestrarprófi taka einnig framsagnarpróf. Þar er
áhersla lögð á raddstyrk, áherslutjáningu, viðeigandi þagnir og skýran
framburð. Framsagnarprófið fer fram inni í bekk og lesa nemendur úr
ræðupúlti stuttan texta úr sögu og ljóð fyrir framan bekkinn. Prófdómari og
bekkjarkennari meta árangur og jafnframt fylgjast bekkjarfélagar með og
taka þátt í námsmati. Nemendur fá próftextann með sér heim til að æfa sig
fyrir framsagnarprófið. Einnig fá þeir 10 mínútna undirbúning áður en
lestur hefst.

Hlustunarskilningspróf og lesskilningspróf
Nemendur taka próf úr ólesnum texta (þ.e. geta ekki undirbúið sig).
Bókmenntir og ljóð
Til prófs eru eftirfarandi sögur úr Blákápu. Nemendur þurfa að þekkja efni
sagnanna, fara vel yfir verkefnin sem unnin voru og kunna orðskýringar
(aftast).
• Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður bls. 169-170 • Bakkabræður bls. 181-183 • Sögur af Munchhausen Baron bls. 183-187 • Álfarnir og Helga Bóndadóttir bls. 67-70 • Kirkjusmiðurinn á Reyni bls. 78-79 • Átján barna faðir í álfheimum bls. 80-82 • Sagan af Hlina kóngssyni bls. 103-107 • Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir bls. 120-133
Nemendur þurfa að þekkja eftirfarandi ljóð og innihald þeirra. Þekkja
höfunda og læra vel utanbókar þau ljóð sem á að kunna. Ljóðavinnubókin
gildir sem 30% af námsmati og skilist á prófdegi. Ljóðin eiga að vera
fullunnin, myndskreytt og myndir litaðar.
Sjá blað frá kennara með öllum ljóðunum sem eru til prófs.

Utanbókar (skilja einnig innihald)
ƒ Ég bið að heilsa (Jónas Hallgrímsson) ƒ Konan sem kyndir ofninn minn - 1. erindi (Davíð Stefánsson) ƒ Heilræðavísur – 1. – 3. erindi (Hallgrímur Pétursson) ƒ Hreiðrið mitt (Þorsteinn Erlingsson)
Lesið og skilið
ƒ Ljúflingsljóð (höfundur óþekktur) ƒ Gáta (þjóðkvæði) ƒ Konan sem kyndir ofninn minn 2. - 3. erindi (Davíð Stefánsson)
Stafsetning
Nemendur skrifa 90 orða stíl eftir upplestri. Gott er að rifja upp
stafsetningarreglur, t.d. í Mál til komið grunnbók + verkefnabók og skoða
vel aukaverkefni. Sjá einnig meðfylgjandi atriðaorðalista.


Málrækt
Skinna 1- öll bókin. Málrækt 1 – bls. 58-76
Sjá einnig meðfylgjandi marklista.
Enska
Til prófs eru eftirfarandi kaflar:
Weather bls. 22–23 + vinnubók bls. 46-49
Food and drink bls. 24-27 + vinnubók bls. 50-55
Animals and Pets bls. 28-31 + vinnubók bls. 56-61
Feeling bls. 32-33 + vinnubók bls. 62-65
Time bls. 34-35 + vinnubók 66-69
The home bls.36-37 + vinnubók bls. 70-73

Á þessum síðum er orðaforði sem þarf að kunna að skrifa á ensku og vita
hvað þýðir. Einnig er mikilvægt að skoða vel þær kannanir sem teknar hafa
verið á önninni. Áherslur geta verið mismunandi eftir hópum og
nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum frá kennara fyrir prófið.


Stærðfræði
Geisli 1B bls. 1-43 og 54 – 55
Sjá meðfylgjandi gátlista frá stærðfræðikennurum.




Málrækt og stafsetning
5. bekkur vor 2007

Fyrir málræktarprófið er gott að rifja upp eftirfarandi atriði:
‰ þekkja breiða og granna sérhljóða (gr: a, e, i, o, u, y, ö – br: á, é, í, ó, ú, ý, æ, au ei, ey)
‰ vita hvenær á að nota stóran staf ‰ kunna að finna samheiti (móðir – mamma) ‰ kunna að finna andheiti (lítill – stór) ‰ þekkja nafnorð (flokkast í sérnöfn og samnöfn) ‰ þekkja sérnöfn (skrifuð með stórum staf) ‰ þekkja nútíð og þátíð sagnorða ‰ kunna að stigbreyta lýsingarorð (góður-betri-bestur) ‰ þekkja karlkyn (kk), kvenkyn (kvk) og hvorugkyn (hk) ‰ þekkja eintölu (et.) og fleirtölu (ft.) ‰ þekkja heiti fallanna: nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall ‰ kunna að fallbeygja nafnorð. Nota hjálparorðin: Hér er, um, frá, til
Athugið:
Fyrir stafsetningarprófið er gott að rifja upp þær reglur sem þið
hafið lært og skoða vel þær æfingar sem teknar hafa verið í vetur (athuga
reglur bls. 102).
ng/nk reglan reglan um n og nn í endingu orða (mín og minn) + aðrar reglan um hv um y-ý og ey um stóran staf greinarmerki. Sjá nánar bls. 102 í Mál til komið.
Námsefni: Mál til komið grunnbók og verkefnabók
Stærðfræði – Gátlisti vor 2006
Lesefni:
Geisli 1B bls. 1 – 43 og 54-55
Nemendur þurfa að hafa með sér reglustiku og fá brotaspjöld í skólanum
Nemendur þurfa að:
Vetur:

• Átta sig á tímamun milli ólíkra heimshluta. • Finna upplýsingar úr töflum og nýta sér þær. • Þekkja jákvæðar og neikvæðar tölur í eðlilegu samhengi
Ritháttur og brot:
• Þekkja helstu einkenni sætiskerfa (H, T, E, 1/10, 1/100)
• Geta skráð í talnahús (sætiskerfi). • Átta sig á samhenginu milli almennra brota og tugabrota.
Reikniaðgerðir:
• Geta margfaldað og deilt með einingu, tug og hundraði.
• Gera sér grein fyrir að margföldun og deiling eru andhverfar aðgerðir.
Flutningar og form:
• Gera sér grein fyrir eðli flutninga, þ.e.: speglunar, hliðrunar og snúnings. • Geta teiknað og greint mismunandi flutninga. • Geta teiknað þríhyrninga með hvössu og gleiðu horni. • Vita að rétt horn er 90° og að hringur er 360° • Geta mælt þvermál og geisla (radius) hrings.

Mynstur og algebra:
• Geta skráð mynstur á mismunandi formi, bæði með tölum, myndum, bókstöfum og
• Geta fundið óþekkta stærð.
Flatarmál:
• Gera sér grein fyrir hvað flatarmál merkir. • Geta borið saman stærð flata sem hafa ólíka lögun. • Geta reiknað út flatarmál rétthyrninga ef hliðarlengdir eru þekktar.
Brot:
• Geta notað almenn brot til að lýsa hlutfalli.
• Geta skráð stærð bæði sem almenn brot og tugabrot. • Geta framkvæmt einfalda útreikninga með brotum.
Leikið að tölum: (bls. 54-55)
• Geta námundað að tug og hundraði.

Source: http://gamli.hofsstadaskoli.is/profatoflur/vor2007/5bekkur.pdf

glimnet.se.digitest.biz

LIKABEHANDLINGSPLAN INNEHÅLL Vår värdegrund kränkande behandling VÅR VÄRDEGRUND Alla människor är födda fria och lika i värde och rättigheter. De är utrustade med förnuft och samvete och bör handla gentemot varandra i en anda av broderskap. (FN:s deklaration om de mänskliga rättigheterna) Glimåkra folkhögskolas måldokument beskriver arbetet här uti

Microsoft word - vaginal estrogens.doc

Vaginal Estrogens The research shows us that sometimes vaginal estrogen is not only safe, even with a history of breast cancer, but it is necessary for optimal vaginal health, especially for sexually active women whose vaginal function will deteriorate significantly without estrogen. When the ovaries fail to function either due to age or after breast cancer chemotherapy, vaginal estrogen can

Copyright © 2010-2014 Internet pdf articles